Körfubolti: Snæfell númeri of stórt fyrir Hött - Myndir

karfa hottur snaefell bikar okt14 0004 webHöttur tapaði í dag fyrir Snæfelli 80-101 í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik. Þjálfari Hattar kvaðst ánægður með frammistöðu liðsins á móti erfiðum andstæðing.

Það var Hreinn Gunnar Birgisson sem byrjaði leikinn á þriggja stiga skoti og Hattarmenn voru yfir fyrstu þrjár mínúturnar, þar til Pálmi Freyr Sigurgeirsson setti niður þriggja stiga körfu og kom Snæfelli í 7-8.

Gestirnir létu forustuna aldrei af hendi eftir það og voru 18-23 yfir eftir fyrsta leikhluta. Áfram dró í sundur með liðunum í öðrum leikhluta en þar hittu Hattarmenn illa úr skotum sínum þrátt fyrir góðar sóknir. Í hálfleik var staðan 33-45.

Hattarmenn virtust ætla að byrja vel í þriðja leikhluta en Snæfellsmenn gáfu í og byggðu fljótt upp 20 stiga forskot sem hélst nokkurn vegin út fjórðunginn. Hattarmenn skoruðu síðustu körfu leikhlutans og minnkuð muninn í 52-69.

Höttur spilaði vel í síðasta leikhlutanum og eftir tvær þriggja stiga körfur í röð, fyrst frá Sigmari Hákonarsyni og svo Tobin Carberry, minnkuðu þeir muninn í átta stig, 70-78. Sóknarleikur Hattar byggðist upp á Carberry og var stillt upp fyrir hann í hverri sókninni á fætur annarri.

Þá beit úrvalsdeildarliðið frá sér aftur og skoraði fimmtán stig gegn fjórum á næstu þremur mínútum og þar með voru úrslitin ráðin.

Viðar Örn Hafsteinsson var þó sáttur við frammistöðu síns liðs í leikslok. „Við áttum mjög góða kafla í leiknum og baráttan var mjög góð. Skytturnar hjá þeim voru hins vegar í stuði og við réðum ekkert við þær."

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var ánægður með fyrstu deildar lið Hattar. „Þetta er ágætis lið og við vorum í miklum vandræðum með Kanann. Verkefnið í dag var að halda einbeitingu og bera virðingu fyrir sjálfum okkur og mótherjanum."

Hann viðurkenndi að liðið hefði verið þungt á sér eftir langt ferðalag í gær og erfiðan leik gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöld.

Ingi Þór sagði menn hafa haldið ró sinni þótt Höttur minnkaði muninn í átta stig. „Við vorum ekki stressaðir en brugðumst bara rétt við. Hattarmenn eiga góða möguleika ef þeir sýna meira af þessari baráttu í fyrstu deildinni."

Tobin Carberry var stigahæstur Hattarmanna í dag með 36 en Hreinn Gunnar Birgisson skoraði 11. Í liði Snæfells var Austin Bracey, sem í fyrra spilaði með Hetti, stigahæstur með 27 stig.

karfa hottur snaefell bikar okt14 0008 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0009 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0015 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0020 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0027 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0030 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0033 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0036 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0042 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0045 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0048 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0054 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0058 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0072 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0080 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0086 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0094 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0096 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0099 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0100 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0101 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0103 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0123 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0133 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0134 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0140 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0147 webkarfa hottur snaefell bikar okt14 0151 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.