Knattspyrna: Seinni leikir Leiknis og Hugins í kvöld

Leiknir Huginn

Leiknir og Huginn leika seinni leiki sína í úrslitakeppni þriðju deildar karla í kvöld. Höttur og Fjarðabyggð unnu báða mikilvæga sigra í fallbaráttum sínum um síðustu helgi.

 

Huginn tapaði fyrri leik sínum gegn Ægi í Þorlákshöfn á laugardag 1-0. Eina markið kom á 39. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á Atla Gunnar Guðmundsson, markvörð Hugins, sem braut á sóknarmanni sem kominn var í upplagt marktækifæri. Atli Gunnar missir því af seinni leiknum og óljóst er hvernig Huginsmenn leysa þau mál. Líklegt þykir að framherjinn teinar Aron Magnússon verði í markinu en hann tók við af Atla á laugardag.

 

Leiknir Fáskrúðsfirði vann Víði úr Garði 2-1 á Búðagrund með mörkum Hilmars Freys Bjartþórssonar, hvort í sínum hálfleik. Fáskrúðsfirðingar voru manni færri síðustu 35 mínútur leiksins eftir að László Szilágyi fékk tvö gul spjöld á fjórum mínútum fyrir mótmæli.

 

Leikirnir í kvöld hefjast báðir kl. 17:30. Huginn spilar á Seyðisfirði en Leiknir í Garðinum.

 

Höttur vann Fjölni á útivelli 1-2 í 1. deild karla. Elvar Ægisson skoraði bæði mörkin, það seinna á 76. mínútu aðeins mínútu eftir að Fjölnismenn jöfnuðu. Höttur er þar með kominn með fimm stiga forskot á Leikni Reykjavík, sem er í næst neðsta sætinu og rak þjálfara sinn, Willum Þór Þórsson, í gær. Höttur tekur á móti Tindastóli á Vilhjálmsvelli kl. 17:00 á morgun.

 

Von Fjarðabyggðar um að halda sæti sínu í annarri deild lifir enn eftir 3-1 sigur á Hamri á Eskifjarðarvelli á laugardag. Víkingur Pálmason skoraði tvö mörk fyrir Fjarðabyggð og Hákon Þór Sófusson eitt. Eftir leikinn er Fjarðabyggð fjórum stigum á eftir Gróttu sem er í tíunda sæti.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.