Körfubolti: Öruggur sigur í fyrsta leik

karfa hottur thorak 03032014 0075 webLeiktíðin byrjar vel hjá körfuknattleiksliði Hattar vann tuttugu stiga sigur á Þór á Akureyri í fyrsta leik tímabilsins í gær.

Liðin mættust í undanúrslitum deildarinnar á síðustu vertíð en þar hafði Höttur nauman sigur. Svo var ekki nú þar sem Höttur vann 55-72.

Hattarmenn gáfu tóninn strax í fyrsta leikhluta sem þeir unnu 9-25 en staðan í hálfleik var 25-37. Eftir þriðja leikhluta var Höttur 37-59 yfir og vann sem fyrr segir öruggan sigur.

Bandaríkjamaðurinn Toby Carberry var atkvæðamestur Hattarmanna, skoraði 28 stig og tók 10 fráköst.

Ragnar Gerald Albertsson skoraði þrettán stig og Hreinn Gunnar Birgisson tíu.

Töluverðar breytingar hafa orðið frá Hattarliðinu síðan í vor en fjórir byrjunarliðsmenn eru horfnir á braut en yngri leikmenn fylla í þeirra skarð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.