Knattspyrna: Öruggur sigur KR á Fjarðabyggð

kff kr 08082014 jb webFjarðabyggð tók á móti KR í 1. deild kvenna B-riðli á Norðfjarðarvelli í gærkvöldi kvöld í frábæru veðri, sól, logn og 15 stiga hita. KR var fyrir leikinn með átta stiga forystu í deildinni og gátu með sigri aukið forskot sitt í 11 stig sem og þær gerðu því þær unnu leikinn 1 – 4.

Fjörið byrjaði strax á fimmtu mínútu en þá skoraði Margrét María Hólmarsdóttir fyrsta markið. Hún var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar og kom gestunum í 2 – 0.

Byrjunin var því ekki góð hjá heimastúlkum en þær tóku sér tak og komu sér inn í leikinn á ný með góðu spili og áttu nokkur færi. Það var svo Carina Spengler sem skorði svo glæsilegt mark á 25. mínútu og minnkaði muninn í 1 - 2.

Reyðfirðingurinn og fyrirliði KR, Sonja Björk Jóhannsdóttir skorði svo með skalla eftir hornspyrnu á 27. mínútu þriðja mark KR og staðan því 1-3 í hálfleik.

Í síðari hálfleik varðist Fjarðabyggð vel og fékk nokkur hálffæri en á 80. mínútu bætti Elísabet Guðmundsdóttir við marki eftir hornspyrnu og barning í teignum og breytti því stöðunni í 1 – 4 fyrir KR. Þrátt fyrir tapið þá áttu Fjarðabyggðarstelpur góðan leik og greinilega má sjá batamerki á liðinu.

Mynd: Jón Guðmundsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.