Takmarkanir á umferð í kringum Tour de Orminn

tour de ormurinn 2013 0101 webHjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn á morgun. Upphaf og endir keppninnar verður að þessu sinni í miðbæ á Egilsstaða. Takmarkanir verða á umferð þar af þeim sökum.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdaldshérði, ræsir keppendur klukkan 9:00 við söluskálann á Egilsstöðum. Keppendur hjóla frá Egilsstöðum yfir í Fellabæ og þaðan upp Fell.

Við Hengifoss skilja leiðir. Þeir sem fara styttri hringinn, sem er 68 km, hjóla austur yfir nýju brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal en þeir sem fara lengra, 103 km fara innst inn í Norðurdal áður en þeir fara yfir brúna þar og hjóla út eftir eins og aðrir í gegnum Hallormsstað og Velli.

Merktir bílar fara á undan og eftir hjólamönnum en vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar á þessum slóðum fyrri part laugardags. Þá verður umferð á Egilsstöðum takmörkuð í miðbænum í ræsingu og á meðan keppendur skila sér í markið.

Búist er við að keppendur í styttri hringnum skili sér í markið fyrir hádegi en besti tíminn í fyrra var 2:30. Besti tíminn í lengri hringnum í fyrra var 3:49 klukkustundir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.