Ingi Steinn: Svekktir að nýta ekki færin

fotbolti kff huginn 04072014 0052 webAðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar segir liðsmenn svekkta að hafa ekki náð auknu forskoti á toppi annarrar deildar karla í knattspyrnu í kvöld eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark í Austfjarðaslag gegn Huginn á Eskifirði skömmu fyrir leikslok.

„Við erum svekktir að nýta ekki færin og hefðum átt að klára leikinn strax í fyrri hálfleik. Kannski er þetta saga sumarsins, við nýtum færin ekki nógu vel," sagði Ingi Steinn Freysteinsson, aðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar.

Ingi Steinn ræddi við Austurfrétt þar sem Brynjar Gestsson, þjálfari liðsins, gaf ekki færi á sér í viðtal eftir leik. Eftir að rætt við liðsmenn inni í klefa eftir leikinn strunsaði hann framhjá nærstöddum og beint út í bíl.

„Hann er bara svekktur. Hann vildi stigin þrjú og fimm stiga forskot á toppnum en við erum svo sem sáttir við þrjú stig."

Fjarðabyggð komst yfir skömmu fyrir leikhlé með marki Nik Chamberlains og réði leiknum lengst af. Marki undir voru gestirnir frá Seyðisfirði aldrei langt undan og ein góð sókn gat breytt öllu. Hún kom fimm mínútum fyrir leikslok.

„Við vorum klaufar að fá á okkur markið og þurfum að vinna í þeim efnum. Að einhverju leiti vorum við ekki tilbúnir í völlinn eftir þurrt og gott sumar hér eystra," sagði Ingi Steinn en Eskjuvöllur var blautur og sleipur þannig leikmenn áttu oft erfitt með að fóta sig.

Hann segir þó ekki um annað en ræða en að læra af leik kvöldsins. „Deildin er galopin og hver einasti leikur er barátta út í gegn. Þetta verður skemmtilegt sumar og ef við nýtum færin okkar þá er ekki spurning um að við vinnum leikina."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.