Opinn fyrirlestur með Þráni Hafsteinssyni á æfingabúðum í frjálsíþróttum

uia sigursveit feb13Ungt frjálsíþróttafólk af öllu Austurlandi mun dvelja á Fljótsdalshéraði um helgina og taka þátt í æfingabúðum með Þráni Hafsteinssyni, einum fremsta frjálsíþróttaþjálfara landsins. Æfingabúðirnar eru haldnar að frumkvæði frjálsíþróttadeildar Hattar í samstarfi við frjálsíþróttaráð UÍA.

Þráinn Hafsteinsson er yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild ÍR og hefur komið að þjálfun margs af fremsta frjálsíþróttafólki landsins. Það er því mikill fengur fyrir frjálsíþróttafólk á Austurlandi að fá tækifæri til að æfa með honum.

Í kvöld kl. 20:30 mun Þráinn halda opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal Grunnskólans á Egilsstöðum um frjálsíþróttaþjálfun barna og unglinga, vöxt og þroska, grunnreglur þjálfunar og að byggja upp og leiða frjálsíþróttastarf í félagi. Aðgangur er ókeypis og allt áhugafólk um frjálsar íþróttir er hvatt til að mæta.

Nánari upplýsingar um búðirnar má finna á vef UÍA. 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.