Knattspyrna: Huginn missti niður tveggja marka forustu gegn Sindra

kff hottur kvk 24052013 0126 webSindri sló Huginn úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu í framlengdum leik í gærkvöldi. Fjarðabyggð vann öruggan sigur á Leikni og í bikarkeppni kvenna burstaði Höttur Fjarðabyggð á mánudagskvöld.

Seyðfirðingar voru með pálmann í höndunum á Höfn í gær því þeir voru yfir 1-3 þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Hornfirðingar jöfnuðu með tveimur mörkum á fimm mínútum og sigurmarki í framlengingu.

Hilmar Þór Kárason kom Sindra yfir strax á elleftu mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik. Avaro Alvaro jafnaði fyrir Huginn á 48. mínútu og Marko Nikolic skoraði svo á 57. og 73. mínútu.

Edin Ceho minnkaði muninn fyrir Sindra á 79. mínútu og Mirza Hasecic jafnaði á 84. mínútu. Það var síðan Atli Haraldsson sem tryggði Hornfirðingum sæti í næstu umferð með sigurmarkinu á 110. mínútu.

Fjarðabyggð sló Leikni út á sama tíma 1-4 en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni. Stefán Þór Eysteinsson skoraði fyrsta markið á 24. mínútu og Hákon Þór Sófusson það næsta á 33. mínútu.

Hákon skoraði aftur á 61. mínútu en Juan Miguel Munoz Rodriguez minnkaði muninn fyrir Leikni á 78. mínútu. Almar Daði Jónsson skoraði svo gegn sínum gömlu félögum á 90. mínútu.

Höttur vann öruggan sigur 5-0 á Fjarðabyggð í bikarkeppni kvenna á Norðfjarðarvelli á mánudagskvöld. Magdalena Anna Reimus, Ólafía Anna Hannibalsdóttir og Jóna Ólafsdóttir skoruðu fyrir Hött í fyrri hálfleik en þær Fanney Þórunn Kristinsdóttir og Sigríður Baxter í seinni hálfleik.

Dregið verður í næstu umferð bikarkeppni karla á morgun en í bikarkeppni kvenna heimsækir Höttur Völsung á Húsavík þann 27. maí.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.