Fjórir Íslandsmeistarar í glímu 15 ára og yngri

Glíma Íslandsglíma

UÍA eignaðist nýverið fjóra Íslandsmeistara í glímu í flokkum 15 ára og yngri. Tvær sveitir frá sambandinu unnu í keppni í sveitaglímu og fjórir keppendur UÍA sigruðu í sínum flokkum í fyrstu umferðinni í Íslandsmóti fullorðinna.

Laugardaginn 27. október síðastliðinn fór fram fjölþætt glímumót á Reyðarfirði, en þar var haldin fyrsta umferð í meistaramótsröðinni 16 ára og eldri, Íslandsmeistaramót og Sveitarglíma 15 ára og yngri.

Keppendur voru um 70 talsins og komu víðsvegar að. UÍA átti þar myndarlegan hóp sem taldi 20 keppendur. Allir stóðu þeir sig hið besta, sýndu falleg tilþrif og skiluðu ótal verðlaunum í hús. Mikil og góð stemming var í húsinu og ætlaði þar allt um koll að keyra í mest spennandi viðureignum í sveitaglímunnar.

Í sveitaglímu átti UÍA tvær sigursveitir í flokki sveina 12-13 ára en þar voru á ferð Máni Snær Ólafsson, Sveinn Marinó Larsen og Pálmi Þór Jónasson. Í flokki drengja 14-15 ára sigraði UÍA sveit skipuð þeim Guðjóni Smára Guðmundssyni, Jakobi, Daníel Vigfússyni, Arnari Loga Ólafssyni og Haraldi Eggert Ómarssyni.

Í meistaramótsröðinni sigraði þjálfari hópsins Magnús Karl Ásmundsson í bæði -80 kg og -90 kg flokki karla og Eva Dögg Jóhannsdóttir í -65 kg flokki kvenna. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Svanur Ingi Ómarsson sigruðu í unglingaflokkum +80 og -80 kg.

UÍA keppendur urðu ekki síður sigursælir á Íslandsmeistaramótinu en þar urðu eftirtaldir Íslandsmeistarar:Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Bylgja Rún Ólafsdóttir og Haraldur Eggert Ómarsson.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.