Íþróttir helgarinnar: Erna verður fánaberi Íslands í kvöld

ErnaFanaberi2014jboSkíðakonan Erna Friðriksdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld á setningarathöfn vetrarólympíumóts fatlaðra í Sotsjí í Rússlandi. Körfuknattleikslið Hattar tekur á móti Augnabliki og keppni  hefstí Lengjubikarnum í knattspyrnu.


Setningarathöfnin hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Erna tekur þátt í sínu öðru móti en hún var eini íslenski keppandinn í Vancouver árið 2010.

Íslensku keppendurnir komu til Sotsjí árla á miðvikudagsmorgun og voru þá boðnir velkomnir í fjallaþorp ólympíumótsins með athöfn þar sem íslenski þjóðsöngurinn var leikinn á meðan fáninn var dreginn að húni.

Körfuknattleikslið Hattar tekur á móti Augnabliki í næst síðustu umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik klukkan 18:30 í kvöld. Höttur berst við Fjölni og Þór Ak. um 2. – 3. sæti deildarinnar sem veita heimaleikjarétt í undanúrslitum.

Fyrir leiki kvöldsins er Höttur í fjórða sæti með 22 stig en á leik til góða á bæði Þór og Fjölni. Liðið stendur einnig best að vígi í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða og verður því efst ef þau enda jöfn að stigum. Augnablik er á móti neðst í deildinni án stiga.

Keppni í Lengjubikar karla í knattspyrnu hefst á sunnudag með tveimur leikjum. Huginn mætir Sindra klukkan tvö og Fjarðabyggð Hetti klukkan fjögur. Báðir leikir eru í Fjarðabyggðarhöllinni.

Til stóð að Einherji léki í kvöld gegn Hetti og Fjarðabyggð á morgun en leikjunum var frestað vegna óvissu um hvort Vopnfirðingar kæmust aftur heim til sín fyrr en á þriðjudag vegna fækkunar mokstursdaga Vegagerðarinnar.

Bikarmóti á skíðum fyrir 14-15 ára sem halda átti í Stafdal um helgina hefur verið frestað vegna óvissu um færð og veður.

Mynd: Jón Björn Ólafsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.