Íþróttir helgarinnar: Þróttur gerir atlögu að efsta sætinu í blaki karla

blak throttur hk okt13 kk 0019 webKarlalið Þróttar mun leggja til atlögu við efsta sætið í Mikasa-deildinni um helgina þegar liðið mætir Stjörnunni í tveimur leikjum í Neskaupstað. Karlalið Hattar í körfuknattleik á erfiðan leik fyrir höndum á Akranesi í dag.

Fyrri leikur Þróttar og Stjörnunnar hefst klukkan 20:00 í kvöld en sá seinni verður klukkan 13:30 á morgun. Þróttur er fyrir leikina í öðru sæti og myndi komast í það efsta með sigrum um helgina.

Ríflega fimmtíu krakka hópur spilaði á Akureyri um síðustu helgi á haustmóti fyrir annan og fjórða flokki. Þróttur sendi átta lið til keppni sem náðu öll ágætum árangri.

Laugardagurinn var strangur þar reynt var að stytta sunnudaginn vegna óhagstæðrar veðurspár. Dæmi voru um að lið spiluðu til klukkan tíu á laugardagskvöldi.

Körfuknattleikslið Hattar mætir ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik klukkan 17:15 í dag. Höttur hefur unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni. Skagamenn hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum og hafa í sínum röðum Bandaríkjamanninn Zachary Jamarco Warren sem hefur skorað 40 stigi að meðaltali í leik í haust.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.