Um Eskifjarðarbæ gengur nú út um allt undirskriftalisti þar sem beðið er um stuðning við forsetaframboð Guðmundar Ragnars Kristjánssonar frá Eskifirði. Austurglugginn hefur þær fréttir að þegar hafi um 70 undirskriftir safnast og að heimamenn séu auðfúsir að sýna framboði Guðmundar stuðning.
Í nýjasta tölublaði fréttabréfs Framsóknarflokksins kemur fram að Framsóknarfélag Héraðs og Borgarfjarðar stendur nú í ströngu við undirbúning glæsilegs framsóknarteits sem haldið verður þann 11. janúar n.k. eða á föstudaginn í næstu viku.
Síldveiðar í haust gengu með afbrigðum vel hjá Skinney-Þinganes á Hornafirði, þótt langt hafi verið að sækja síldina, en eins og kunnugt er hefur hún haldið sig í Grundarfirði.
Kemur fram að eftir nokkuð langt stopp hafa smiðirnir tekið fram hamrana á ný og halda ótrauðir áfram, eins og ekkert hafi í skorist, að reisa Helguhús, hús Helgu Bjarkar Arnardóttur. Nokkuð er síðan bílskúrinn var fokheldur en nú er smám saman að koma mynd á húsið sjálft. Það eru sem fyrr Austverksmenn sem sjá um hamarshöggin undir öruggum hamarsleiðbeiningum Egils Egilssonar. Eins koma sjálfsagt fyrir naglar og skrúfur og sitthvað fleira smíðatengt.
Djúpavogshreppur sem er eitt hinum svokölluðu jaðarsveitarfélögum hefur sett ný viðmið fyrir önnur sveitarfélög á Austurlandi með gjaldfrjálsum leikskóla.
Tvö tilboð bárust í fasteignir fyrrum grunnskóla í Nesjum við Hornafjörð, en tilboðin voru opnuð í morgun hjá Ríkiskaupum. Guðjón Pétur Jónsson á Höfn átti hærra boðið en það ljóðaði upp á 60,5 milljónir fyrir einbýlishúsið Sunnuhvol, heimavistarskólahúsnæðið, kennslustofur sem Framhaldsskóli A-Skaft var áður í, mötuneyti, 4 íbúðir, og geymslur.