Lokahönd lögð á fullkomið námsver á Reyðarfirði

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Þar verður starfrækt námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands. Að auki flyst Reyðarfjarðarskrifstofa AFLs í húsið. Frágangur við neðri hæð þess er nú á lokastigi og hefst starfsemi þar í lok næstu viku.

vefur_bareyri_1_copy.jpg

Að sögn Sverris Mar Albertssonar, framkvæmdastjóra AFLs, er húsnæðið, sem er á tveimur hæðum og gengur undir nafninu Litli Molinn, alls 726 fermetrar. Neðri hæðin verður lögð undir námsver og þar verður aukinheldur skrifstofa AFLs og fundaraðstaða. Á efri hæð verða svo skrifstofur þegar á líður. Neðri hæðin er að verða tilbúin og fyrst verður flutt inn á hana til að byrja með. Farið verður í að hólfa efri hæð niður og innrétta á næstu vikum. Starfsemi hefst í hinu nýja húsnæði í lok næstu viku, en formleg opnun þess verður 23. janúar næstkomandi.

,,Við erum að koma upp toppaðstöðu til starfsendurhæfingar, sí- og endurmenntunar félagsmanna okkar hér á svæðinu, auk þess sem við flytjum skrifstofuna um set. Við leigjum svo afganginn af húsinu út frá okkur,“ segir Sverrir.

AFL áformar að selja gamla verkalýðshúsið við Brekkugötu á Reyðarfirði, auk eldra skrifstofuhúsnæðis við Búðareyrina.

afl_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.