Varað við rörsýn í Evrópusambandsmálum

,,Ég tel mesta óráð að við göngum í Evrópusambandið,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokksins. Á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöðum í gær, reifaði hún helstu annmarka á inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ekki síst í tengslum við stefnu þess í sjávarútvegi og landbúnaði. Ásta Möller þingmaður sagði við sama tækfæri að stjórnarsamstarfið stæði afar traustum fótum.

xd_vefur_1.jpg

Hún varaði sterklega við að menn rösuðu um ráð fram og litu á Evrópusambandið sem lausn allra vandamála Íslendinga og hvatti til þess að almenningur kynnti sér allar hliðar málsins gaumgæfilega. 

,,Á þessu byggir framtíð Íslands og við verðum að gera upp við okkur hvert við viljum stefna og hvernig við viljum lifa sem þjóð í framtíðinni,“ sagði Arnbjörg.

 evrpusambandi.jpg

Ásta Möller var einnig framsögumaður á stjórnmálafundinum í gær. Hún minnti á að á landsfundi Sjálfstæðismanna, sem haldinn verður innan skamms, verði Evrópusambandsumræðan ekki aðeins undir, heldur einnig og ekki síður sýn Sjálfstæðisflokksins á framtíðaruppbyggingu á Íslandi. Þar verði línur lagðar til framtíðar.

 

Athygli vöktu orð Ástu um að algert traust ríkti milli formanns flokksins, Geirs H. Haarde og formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hún sagði nýlega könnun sýna að um og yfir 90% Sjálfstæðismanna styddu stjórnarsamstarfið en einungis helmingur Samfylkingarfólks. ,,Ég vil líta svo á að orð Ingibjargar Sólrúnar síðustu daga, sem virðast benda til að hún sé að draga sig til baka í stjórnarsamstarfinu, séu aðeins til þess fallin að koma til móts við sjónarmið þeirra flokksmanna sem ekki styðja stjórnarsamstarfið,“ sagði Ásta. Hún segir umræður innan þingflokks Sjálfstæðismanna í þá veru að stjórnarsamstarfið standi traustum fótum. Samstarfið milli Geirs og Ingibjargar sé mjög sterkt og byggi á miklu trausti og góðu samkomulagi.

Ásta segist trúa því að stjórnarsamstarfið endist út kjörtímabilið.

xd_vefur_2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.