KFF sligað af ferðakostnaði

Ferðakostnaður hjá meistaraflokki karla í Fjarðabyggð í knattspyrnu var rúmar 5,4 milljónir árið 2008, vegna þátttöku í bikarkeppnum og Íslandsmóti KSÍ. Sambærilegur kostnaður flestra annarra liða í þremur efstu deildum karla nær ekki einni milljón.

kff_lg.jpg

Lesa meira

Slasaður og veðurtepptur

Maður slasaðist í andliti í gærmorgun við vinnubúðir skammt frá Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Virðist hann hafa fallið fram fyrir sig í hálku á hraungrýti og var eftir skoðun á heilsugæslunni á Egilsstöðum hugsanlega talinn kinnbeins- og kjálkabrotinn. Ekki reyndist unnt að flytja manninn norður til frekari aðhlynningar og rannsóknar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gær, þar sem hvorki var flogið né akfært vegna veðurs. Úr því rættist hins vegar í morgun.

Fjárframlög til fræðaseturs HÍ tryggð

Fjárframlög til fræðaseturs Háskóla Íslands á Egilsstöðum eru tryggð á þessu ári. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnaði því á fundi sínum nýverið. Í bókun ráðsins segir að væntingar séu miklar til starfsemi fræðasetursins.

merkid.jpg

Lesa meira

Stórleikur Bayo dugði ekki til

Rúmlega fjörutíu stig Bayo Arigbon dugðu ekki körfuknattleiksliði Hattar sem tapaði fyrir Hrunamönnum 103-90 um seinustu helgi. Liðið er í bullandi fallbaráttu.

 

Lesa meira

Rausnargjöf til Golfklúbbs Norðfjarðar

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað gaf í fyrrakvöld rúmar sex milljónir króna til uppbyggingar æfingasvæðis við klúbbhús Golfklúbbs Norðfjarðar. Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri SÚN, afhenti gjöfina á aðalfundi klúbbsins.

golfklubbur_norfj_elma_g.jpg

Lesa meira

Vegfarendur vari sig á hreindýrahjörð á Fagradal

Stór hjörð hreindýra er skammt frá veginum yfir Fagradal, Reyðarfjarðarmegin, og telur hún um níutíu dýr; fullorðna tarfa, kvígur og kálfa. Hjörðin hefur verið á þessum slóðum í vetur og kvarta bílstjórar sáran yfir því að önugt sé að aka þessa leið snemma morguns í myrkrinu. Þá hlaupi dýrin þvers og kruss yfir veginn og megi menn hafa sig alla við að aka ekki á þau.

Vegfarendur eru því beðnir um að sýna sérstaka aðgát á dalnum.

 

 

Ríkið og Landsvirkjun sýknuð af kröfum landeigenda á Jökuldal

Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa í Héraðsdómi Austurlands verið sýknuð af öllum kröfum eigenda jarðanna Arnórsstaðaparts, Arnórsstaða I og II á Jökuldal. Vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar tilheyra báðum jörðum. Stefán Ólason, Merki á Jökuldal, stefni ríkinu og Landsvirkjun vegna Arnórsstaðaparts, en Þorsteinn Snædal og Guðrún Ragna Einarsdóttir, Skjöldólfsstöðum á Jökuldal vegna Arnórsstaða I og II.

jkla_vefur2.jpg

Lesa meira

Kynnir tónlistarmeðferð í Nesskóla

Perla Kolka, tónlistarþerapisti í Neskaupstað, heldur kynningu á tónlistarþerapíu og verkefninu Tónlistarmeðferð í Nesskóla, í grunnskólanum í kvöld. Foreldrafélag Nesskóla stendur að kynningunni, en verkefnið var skömmu fyrir áramót styrkt myndarlega af Menningar- og styrktarsjóði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað.

11_13_41---musical-instruments_web.jpg

Lesa meira

Hleypur á snærið

Í liðinni viku var þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn eins og flestir vita, en hvað þýðir þetta í raun fyrir lítil samfélög eins og Fáskrúðsfjörð? Jú það að til dæmis bara Loðnuvinnslan hf. fær í sinn hlut um það bil 275 tonn, sem er að sögn Kjartans Reynissonar útgerðastjóra hartnær mánaðar vinnsla til sjós og lands og munar um minna.

89e03b59-2012-4a7a-984f-78389ed05044.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.