Slökkviliðið þreif sementstankana á Reyðarfirði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. jún 2025 17:12 • Uppfært 20. jún 2025 17:14
Slökkvilið Fjarðabyggðar var í dag að þrífa sementstankana sem standa við höfnina á Reyðarfirði. Til stendur að mála listaverk á tankana í sumar.
Slökkviliðið var með dælubíl og kröfubíl á svæðinu við að sprauta á tankana til að þrífa af þeim seltu og sementsryk. Tækifærið var einnig nýtt til þjálfunar og að þrífa nýjan búnað.
Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar samþykkti í síðasta mánuði að láta mála listaverk á sementstankana. Fengnar voru tillögur frá þremur listamönnum og fyrir valinu varð tillaga Stefáns Óla. Hann sækir innblásturinn í stríðsárin á Reyðarfirði.
Samkvæmt upphaflegri áætlun var stefnt á að listaverkið yrði tilbúið um mánaðamótin júní/júlí.