Skip to main content

Ermasundið bíður fram yfir helgi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. júl 2025 13:59Uppfært 19. júl 2025 13:59

Ekkert varð úr því að Sigurgeir Svanbergsson, sjósundmaður frá Eskifirði, legðist til sunds yfir Ermasundið frá Dover í Englandi í gærkvöldi eins og til stóð. Ferðinni var frestað vegna veðurs.


Sundinu var frestað í gærdag eftir að veðurspá fór að gera ráð fyrir eldingum. Sú veðurspá gekk eftir.

Í uppfærslu frá Sigurgeir á samfélagsmiðlum segir hann að miðað við fyrirliggjandi veðurspá sé ljóst að ekkert verði af því að hann syndi um helgina. Staðan sé þannig núna að næsti möguleiki verði um miðja viku.

Sigurgeir ætlar að synda frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi sem í beinni línu eru 34 kílómetrar en straumar og veður þýða að sundið verður mun lengra. Áætlað hefur verið að það taki Sigurgeir 20 tíma að synda.

Sund Sigurgeirs er til styrktar Pieta-samtökunum sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.