31. júlí 2012
Hleypur til styrktar Hollvinasamtökum FSN
Reyðfirðingurinn Harpa Vilbergsdóttir ætlar að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Hollvinasamtökum Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Hlaupaferillinn hófst tveimur vikum fyrir maraþonið í fyrra.
Kylfingar úr Kiwanis-hreyfingunni leika nú lengstu golfholu landsins sem liggur hringinn í kringum landið. Markmiðið er að vekja athygli á hreyfingunni og safna fé til styrktar góðum málefnum. Forsprakki hópsins segir hugmyndina hafa komið til sín í draumi.
Í fyrsta sinn á Íslandi verður haldið sólarhringsrathlaup á Jökuldalsheiði helgina 30. júní til 1. júlí. Rathlaupið reynir á ýmsa þætti, s.s. rötun, kortalestur, hreyfingu, úthald og samvinnu en keppt verður í liðaflokki. Styttri útgáfur af hlaupinu eru einnig í boði.
Á sjöunda hundrað kvenna tók þátt í Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ á Austurlandi á laugardag. Flestar voru á Egilsstöðum og í Neskaupstað.
Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á laugardaginn. Hlaupið verður á tíu stöðum á sambandssvæði UÍA.
Leikjum karlaliða Fjarðabyggðar og Hattar í knattspyrnu um helgina verður lýst beint á vefnum Sportradíó. Fjölmargir leikir eru í boði eystra um sjómannadagshelgina.