23. október 2012 Kvennalið Þróttar í undanúrslit bikarkeppninnar í blaki Kvennalið Þróttar Neskaupstað tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki. Karlaliðið þarf aðra tilraun. Höttur vann sannfærandi útisigur á ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik.
23. október 2012 Þrjátíu krakkar í frjálsíþróttabúðum hjá Þóreyju Eddu Ríflega þrjátíu krakkar víðsvegar af Austurlandi tóku þátt í frjálsíþróttabúðum sem UÍA bauð upp á um síðustu helgi. Yfirþjálfarar voru stangarstökkvarinn og ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir og maður hennar, spjótkastarinn Guðmundur Hólmar Jónsson.
Íþróttir Öruggur sigur á Þór í fyrsta leik: Vorum flottir í þessum leik: Myndir Höttur burstaði Þór frá Akureyri 100-81 í fyrstu umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld. Hattarmenn voru með örugga forustu allt frá fyrstu sekúndunum. Þjálfari liðsins var ánægður með frammistöðuna, sérstaklega varnarleikinn.