20. nóvember 2012
UÍA, ME og Höttur mynda afrekshóp í fimleikum
Fimleikadeild Hattar, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Menntaskólinn Egilsstöðum skrifuðu á laugardag undir samstarfssamning um afrekshóp í fimleikum á Austurlandi. Markmiðið með hópnum er að styðja við þá sem vilja ná lengra í íþróttinni en jafnframt búa lengur í heimabyggð.
Snjórinn er kominn í Oddsskarð og verður opnað þar klukkan 16:00. Svæðið verður opið alla daga vikunnar fram til sunnudagsins 9. desember, eftir því sem veður leyfir.
Höttur vann Reyni Sandgerði örugglega 103-60 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöld. Hattarmenn náðu snemma tuttugu stiga forskoti og létu það aldrei af hendi. Tækifærið var nýtt til að gefa óreyndari leikmönnum tækifæri.
Nóg verður við að vera á íþróttasviðinu á Austurlandi um helgina. Höttur tekur á móti Reyni Sandgerði í fyrstu deild karla í körfuknattleik, knattspyrnuakademía verður í Fjarðabyggðarhöllinni og Huginn Fellum fagnar áttræðisafmæli sínu.
UÍA eignaðist nýverið fjóra Íslandsmeistara í glímu í flokkum 15 ára og yngri. Tvær sveitir frá sambandinu unnu í keppni í sveitaglímu og fjórir keppendur UÍA sigruðu í sínum flokkum í fyrstu umferðinni í Íslandsmóti fullorðinna.
Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti, segir það ekki rétt að hann séu búinn að skrifa undir samning við ÍBV, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Samningur hans við Hött er hins vegar laus í lok árs.
Leik Hattar og Vals í fyrstu deild karla í körfuknattleik, sem fram fór á fimmtudaginn, seinkaði verulega því annar dómara leiksins missti af flugvélinni sem hann átti að taka. Körfuknattleikssamband Íslands ætlar að bæta Valsmönnum auka ferðakostnað.