Skip to main content

Ragnar Pétursson: Ég er ekki búinn að semja við ÍBV

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. nóv 2012 12:30Uppfært 16. nóv 2012 12:30

Höttur leikir 1 deild 2012

Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti, segir það ekki rétt að hann séu búinn að skrifa undir samning við ÍBV, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Samningur hans við Hött er hins vegar laus í lok árs.

Það voru knattspyrnumiðlarnir 433.is og Fótbolti.net sem fullyrtu í gær að félagaskipti Ragnars yfir í úrvalsdeildarfélagið væru frágengin. Því hafnar hann sjálfur.

„Þetta er ekki frágengið eins og sagt er í fréttinni,“ sagði Ragnar í samtali við Austurfrétt í dag. Samningur hans við Hött rennur út í lok árs en félagið fær uppeldisbætur fyrir hann kjósi hann að söðla um.

Ragnar, sem er 18 ára gamall, var einn besti leikmaður Hattar sem spilaði í fyrstu deild í sumar. Fleiri lið mun hafa sýnt honum áhuga samkvæmt heimildum Austurfréttar.

Þá munu lið úr fyrstu deildinni hafa sýnt Elvari Þór Ægissyni áhuga. Höttur féll úr deildinni í lok sumars.