Skip to main content

Opnað í Oddsskarði í dag

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. nóv 2012 12:06Uppfært 23. nóv 2012 14:57

Oddskarð skíði

Snjórinn er kominn í Oddsskarð og verður opnað þar klukkan 16:00. Svæðið verður opið alla daga vikunnar fram til sunnudagsins 9. desember, eftir því sem veður leyfir.

Á virkum dögum verður ein lyfta opin  frá kl. 16 til 19, en um helgar verða tvær lyftur opnar frá kl. 12 til 15.

Upplýsingar um opnun og færð eru veittar í síma 878 1474 og einnig á vef skíðamiðstöðvarinnar oddsskard.is.

Miðstöðin verður svo opnuð aftur á annan í jólum, þann 26. desember, eftir jólalokun sem hefst 10. desember.

Í Stafdal eru menn bjartsýnir á að geta opnað í byrjun desember.