Skip to main content

Brynjar Gestsson tekur við Fjarðabyggð

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. okt 2012 13:56Uppfært 08. jan 2016 19:23

kff_hottur_17062011_0070_web.jpg
Brynjar Þór Gestsson verður næsti þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnum, samkvæmt heimildum Austurfréttar. Brynjar er ekki ókunnugur austfirskri knattspyrnu því hann þjálfaði Huginn Seyðisfirði fyrir nokkrum árum.

Brynjar Þór var spilandi þjálfari Hugins árið 2004 þegar liðið vann sér sæti í annarri deild. Liðið vann þá þriðju deildina eftir úrslitaleik við Fjarðabyggð. Hann hélt áfram með Seyðisfjarðarliðið og það hélt sér í annarri deild sumarið eftir.

Brynjar færði sig svo um set og spilaði með ÍR og Val sumarið 2006. Hann hefur síðan þjálfað hjá ÍH, Álftanesi, Víði Garði í annarri og þriðju deild, Auburn Montgomery háskólanum í Bandaríkjunum og nú síðast annan flokk HK.

Von er á að formlega verði tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Fjarðabyggð féll í sumar úr annarri deild. Útlit er fyrir að nær allir leikmenn liðsins verði um kyrrt svo markmiðið er að komast beint aftur upp.