Leikir KFF og Hattar í beinni á Sportradió
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. jún 2012 09:18 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Leikjum karlaliða Fjarðabyggðar og Hattar í knattspyrnu um helgina verður lýst beint á vefnum Sportradíó. Fjölmargir leikir eru í boði eystra um sjómannadagshelgina.
Leikur Hattar og BÍ/Bonungarvík í fyrstu deild karla verður beint kl 15:00 á sportradio.is laugardaginn 2.júní og leikur Gróttu og Fjarðarbyggðar kl 14:00 í annari deild og hefst útsending 15 mínútum fyrir leik.fyrir leik.
Sportradio.is sér um að lýsa leikjum frá 1 og 2 deild í sumar og hafa viðbrögðin verið frábær sem af er, að sögn forráðamanna vefsins.
Í þriðju deild karla kemur Augnablik í heimsókn, leikur gegn Einherja í dag og Huginn á Seyðisfirði á morgun.
Í fyrstu deild kvenna kemur Fjölnir austur. Ferð Grafarvogsliðsins hefst á Eskifirði í dag gegn Fjarðabyggð/Leikni en seinni leikurinn gegn Hetti verður á Fellavelli á morgun.
Leiknir heimsækir Álftanes á morgun en í gær tapaði liðið 2-0 fyrir Birninum.