04. apríl 2012
Lengjubikar: Höttur glutraði niður þriggja marka forskoti
Höttur reið ekki feitum hesti frá Reykjavíkurferð sinni í Lengjubikar karla því liðið tapaði fyrir Leikni eftir að hafa komist 0-3 yfir í byrjun. Liðið beið einnig ósigur í Grindavík.
Keppnistímabilinu hjá Hetti í körfuknattleik er lokið eftir 77-88 tap fyrir Skallagrími í öðrum leik liðanna í undanúrslitum fyrstu deildar á sunnudag. Stórleikur Mike Sloan, sem skoraði 44 stig, dugði ekki til. Borgnesingar leiddu allan leikinn.
Þróttur Neskaupstað varð að sætta sig við silfrið í bikarkeppni kvenna í blaki eftir 0-3 tap gegn Aftureldingu í úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Reynsla og úthald Aftureldingar lagði grunninn að sigrinum gegn ungu Þróttarliði, sem samt getur borið höfuðið hátt.
Matthías Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki, segir margt jákvætt hafa leynst í leik liðsins gegn Aftureldingu í dag í úrslitum bikarkeppninnar þótt hann hafi tapast 0-3. Leikskipulagið hafi til dæmis gengið upp.
Höttur tapaði 105-99 fyrir Skallagrími í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik í Borgarnesi í gær.