18. janúar 2012 Vilhjálmur fyrstur í heiðurshöll ÍSÍ Vilhjálmur Einarsson varð í dag fyrsti maðurinn til að vera tekinn inn í nýstofnaða heiðurshöll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Vilhjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu.