Skip to main content

Helena Kristín valin íþróttamaður Fjarðabyggðar

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2011 22:38Uppfært 08. jan 2016 19:22

pc298364-2.jpg

Blakkonan Helena Kristín Gunnarsdóttir var í dag útnefnd þróttamaður Fjarðabyggðar árið 2011. Hún segir útnefninguna vera sér mikill heiður.

 

„Hann kom mér verulega á óvart og finnst mér þetta vera virkilega mikill heiður að fá svona stóran titil," sagði Helena Kristín í samtali við Agl.is.

Helena Kristín var kjörin Íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2011, en að auki hefur hún verið kjörin Íþróttamaður Þróttar og hlotið viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður vallarins hjá U19 landsliði Íslands í vináttulandsleik við Færeyjar á NEVEZA mótinu fyrr á árinu.

„Þegar Apostolov fjölskyldan flutti misstum við 3 lykilleikmenn úr byrjunarliðinu sem og að sjálfsögðu þjálfarann okkar, en við fengum virkilega góðan og metnaðarfullan þjálfara sem er að gera góða hluti með liðið."

Helena Kristín útskrifast úr Verkmenntaskóla Austurlands á næstkomandi vorönn af félagsfræðibraut. Hún starfar nú sem blakþjálfari hjá Þrótti.

„Framtíðin er algjörlega óráðin hjá mér. Ég veit satt að segja ekkert hvað mig langar að gera, læra eða hvert mig langar að fara. Það er eitthvað sem verður að ráðast á næstu mánuðum bara."

Mynd: Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir