Á sjöunda hundrað hljóp í kvennahlaupinu
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. jún 2012 13:48 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Á sjöunda hundrað kvenna tók þátt í Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ á Austurlandi á laugardag. Flestar voru á Egilsstöðum og í Neskaupstað.
Um 150 konur hlupu á hvorum stað fyrir sig. Á Seyðisfirði voru 33 konur, 26 á Djúpavogi og 24 á Stöðvarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ÍSÍ má áætla að alls um 640 konur hafi tekið þátt í hlaupinu á sambandssvæði UÍA.