25. apríl 2016 Ana og Borja þjálfa blaklið Þróttar næstu tvö ár Spánverjarnir Ana María Vidal Bouza og Borja Gonzáles Vicente hafa skrifað undir tveggja ára samning um að þjálfa og leika með blakliðum Þróttar Neskaupstað.
18. apríl 2016 Matthías Haralds: Slokknaði á liðinu eftir fyrstu hrinu Kvennalið Þróttar datt úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki eftir 3-1 tap gegn HK í oddaleik á föstudagskvöld. Þjálfarinn segir leikinn hafa valdið vonbrigðum en segist heilt yfir sáttur við veturinn hjá ungu liði.
14. apríl 2016 Blak: Kvennaliðið þarf að keyra suður í oddaleikinn Kvennalið Þróttar Neskaupstað keyrir í dag suður til Reykjavíkur fyrir þriðja og síðasta leik liðsins gegn HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Ekki var pláss fyrir hópinn með flugi.
Íþróttir Matthías Haralds: Langar að spila aftur hér fyrir þessa geðveiku áhorfendur Þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki segir að margt megi bæta eftir 3-2 sigur liðsins á HK í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins áður en til oddaleiksins kemur á föstudag. Liðið hafi sýnt mikinn karakter þegar á reyndi.
Íþróttir Blak: Kvennaliðið knúði fram oddaleik - Myndir Kvennalið Þróttar knúði fram oddaleik í rimmu sinni við HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki með 3-2 sigri mögnuðum leik í Neskaupstað í gærkvöldi. Miklar sveiflur einkenndu leikinn en Þróttur hafði betur, vel studdur af hálfum bænum sem var mættur á áhorfendapallana.