22. mars 2016 Átta blakmenn úr Þrótti á leið í landsliðsverkefni á Ítalíu Átta ungir blakmenn frá Þrótti Neskaupstað eru í þremur ungmennalandsliðum Íslands sem héldu í gær til Ítalíu í æfinga- og keppnisferð um páskana. Alls fara 65 manns út á vegum Blaksambandsins.
Íþróttir Unglingaflokkur Hattar varði Bólholtsbikarinn Unglingaflokkur Hattar fagnaði sigri í bikarkeppni Bólholts og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í körfuknattleik. Flokkurinn lagði Egilsstaðanautin 59-51 í úrslitaleik.
Íþróttir Bikarkeppni karla: Þróttarar réðu ekki við Piotr Þróttur Neskaupstað þarf aðra tilraun til að verða bikarmeistari karla í blaki eftir að hafa tapað 1-3 fyrir KA í úrslitaleik í dag. Þrótturum gekk illa að ráða við Piotr Kempisty sem var valinn maður leiksins.
Íþróttir Bikarkeppni kvenna: Afturelding of sterk fyrir Þrótt Afturelding hafði betur 3-0 í úrslitaleik bikarkeppninnar í blaki gegn Þrótti Neskaupstað í dag. Þróttarliðið var töluvert frá sínum besta leik.