Skip to main content
FHL hópurinn fyrir fyrsta heimaleikinn í úrvalsdeildinni í vor. Mynd: Unnar Erlingsson

Fótbolti: Tindastóll hafði betur í leik hinna föllnu

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. okt 2025 10:07Uppfært 14. okt 2025 10:11

FHL lauk leik í efstu deild kvenna þegar liðið spilaði gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Bæði lið voru fallin fyrir leikinn.

Tindastóll komst í 2-0 eftir tólf mínútur en FHL jafnaði. Christa Björg Andrésdóttir skoraði á 24. mínútu og Calliste Brookshire fimm mínútum síðar. Tindastóll komst aftur yfir á 39. mínútu, bætti við fjórða markinu strax eftir leikhlé og því fimmta á 71. mínútu.

FHL lauk keppni í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Það er lægsta stigaskor síðan tekin var upp úrslitakeppni árið 2023. Fara þarf aftur til ársins 2015 til að finna verri árangur, Þróttur Reykjavík féll það ár með aðeins tvö stig.

Alltaf var vitað að sumarið yrði erfitt. Meiri samkeppni var um erlenda leikmenn fyrir tímabilið en oft áður. Það sýndi sig þegar flestum erlendu leikmönnunum var skipt út í sumarfríinu. Þeir nýju voru öflugri og það skilaði fjórum stigum. En heppnin var ekki með liðinu, til dæmis þegar nýi framherjinn Tyler-Marie Hamlett meiddist fyrir lokasprettinn.

Heppnin var heldur ekki með liðinu fyrir framan markið. Tölfræði sýnir að FHL var oft með betra skor í svokölluðum væntum mörkum (xG), sem endurspegla hversu góð færi eru sem leiða til markskota. En það er aðeins líkindareikningur, ekki mörk sem telja og skila stigum.