Kjarasamningar við ALCOA samþykktir

afl.gif

Félagar í AFLi Starfsgreinafélagi hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Alcoa til þriggja ára. Í samningnum er meðal annars kveðið á um stofnum Stóriðjuskóla Fjarðaáls sem taka á til starfa á næsta ári.

 

Lesa meira

Áhöfn Barða: Frumvarpið sem samþykkt var bitnar á okkur og fjölskyldum okkar

svn_logo.jpg
Áhöfn Barða NK, eins skipa Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á þingmenn að hætta ofsóknum gegn kjörum sjómanna og fyrirtækjum sem haldið hafi tryggð við sjávarútveginn. Þeir segja allt tal í frumvarpinu um eflingu sjávarbyggða blekkingu.
 

Lesa meira

Ferðamanns leitað í Norðurdal Fljótsdals


nordurdalur_snaefell.jpgBjörgunarsveitir voru kallaðar út í nótt, upp  úr miðnætti til að leita ferðamanns sem var einn á ferð, inn af Fljótsdal.  Maðurinn kom fram skömmu eftir að leit hófst, laust fyrir klukkan 2 í nótt.

Lesa meira

Discovery myndaði lunda á Borgarfirði

discovery_bfj.jpg
Tökulið frá sjónvarpsstöðinni Discovery Channel var á Borgarfirði um seinustu helgi til að mynda lunda. Upphaflega stóð til að lundinn yrði myndaður í Vestmannaeyjum en Borgarfjörðurinn þótti betri tökustaður.
 

Lesa meira

Hvorki asi né átök: Kalli Sveins fékk hvatningarverðlaun Þróunarfélagsins

kallisveins_throunarfelag_web.jpg

Karl Sveinsson, útgerðarmaður á Borgarfirði, fékk hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands þegar þau voru afhent fyrir skemmstu. Karl hefur stundað útgerð á Borgarfirði í 35 ár en hann hefur einnig spreytt sig í öðrum atvinnugreinum, til dæmis gæsarækt og kaffihúsarekstri.

 

Lesa meira

Helgi Hall: Vatnajökulsþjóðgarður er sýndarmennska

helgi_hall_naust11.jpgNáttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir meira hugsað um ferðamenn heldur en náttúruna í Vatnajökulsþjóðgarði. Gestastofan á Skriðuklaustri er til marks um það. Öfgahópar í báðar áttir geri það að verkum að náttúruvernd á Íslandi hafi ekki verið jafn illa stödd í áratugi.

 

Lesa meira

Síldarvinnslan hlaut forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar

svn_tm_vardbergid.jpgSíldarvinnslan hf. hlaut í ár Varðbergið, forvarnaverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). Verðlaunin, sem veitt hafa verið frá árinu 1999, eru veitt þeim viðskiptavini TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum os slysum.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.