Rýmingarlína dregin eftir Múlavegi

Óverulegar líkur eru taldar á að hætta sé á skriðu úr Botnabrún sem skapað geti hættu neðan Múlavegar á Seyðisfirði.

Lesa meira

Áhersla á að varna foki

Byrjað er að tryggja vettvang á skriðusvæðinu á Seyðisfirði. Farið var inn á svæði Tækniminjasafns Austurlands í dag til að tryggja að brak þaðan valdi frekari skaða í firðinum.

Lesa meira

Efstu húsin í rýmingu til 27. desember

Greining gagna og mat á stöðugleika á rýmingarsvæði hefur staðið yfir og er metið reglulega. Aðstæður hafa farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólnaði í veðri. Hinsvegar er gert ráð fyrir að hlýni að nýju í skamman tíma á aðfanga- og jóladag. Því munu hús sem efst eru í byggðinni í jaðri rýmingarsvæðis haldast óbreytt í rýmingu til 27. desember að minnsta kosti.

Lesa meira

Hætta á rafmagnstruflunum á Seyðisfirði á morgun

Hætta er á rafmagnstruflunum á Seyðisfirði á morgun meðan ísing verður hreinsuð af raflínum á Fjarðarheiði. Ágætlega hefur gengið að koma rafmagni á bæinn eftir að stór skriða féll á utanverðan kaupstaðinn á föstudag. Nokkur hús eru þó enn án rafmagns.

Lesa meira

„Er sannfærður um ég hafi ekki hótað forsætisráðherra líkamsmeiðingum“

Íbúi á Seyðisfirði, sem lögregla hafði afskipti af í dag vegna meintrar hótunar í garð forsætisráðherra, kveðst sannfærður um að hann hafi hvorki hótað ráðherranum lífláti né líkamsmeiðingum. Hann segist í áfalli eftir atburði síðustu daga og telur íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig nógu vel í að tryggja öryggi Seyðfirðinga.

Lesa meira

SMS frá þeim sem áreitti forsætisráðherra

Austurfrétt hafa borist tvö SMS skeyti frá þeim einstaklingi sem er nú í haldi lögreglunnar vegna að því er virðist áreitis í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.


Lesa meira

Ráðherrarnir vildu vita hvernig fólki liði

Á fundi fjögurra ráðherra með þeim Birni Ingimarssyni sveitarstjóra Múlaþings og Gauta Jóhannessyni forseta sveitarstjórnar var farið yfir stöðu mála og spurningum ráðherra svarað. Spurningarnar voru meðal annars um líðan Seyðfirðinga á þessari stundu.

Lesa meira

Reyna að svara fyrirspurnum um tryggingar eins fljótt og kostur er

Starfsmenn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) verða til viðtals austur á Seyðisfirði á morgun fyrir eigendur fasteigna sem orðið hafa fyrir tjóni í skriðuföllum þar síðustu viku. Forstjóri stofnunarinnar segir að reynt verði að leysa úr málunum eins fljótt og kostur er. Það veltur þó að hluta á hve hratt gengur að vinna nýtt hættumat og skipulag fyrir svæðið.

Lesa meira

Skoðar hvort hægt sé að flýta Fjarðarheiðargöngum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist vilja skoða hvort hægt sé að flýta Fjarðarheiðargöngum, sem öðrum framkvæmdum sem þurfi til að tryggja öryggi Seyðfirðinga.

Lesa meira

„Dáist að biðlund Seyðfirðinga“

Íbúar húsa, sem enn eru á hættusvæði á Seyðisfirði, fengu í dag sumir að vitja húsa sinna og sækja nauðsynjar í þau, í fylgd björgunarsveita. Vettvangsstjóri segir það verk tafsamt en Seyðfirðinga vera þolinmóða.

Lesa meira

Boðað til íbúafundar á Eskifirði

Íbúafundur vegna skriðuhættu á Eskifirði verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 22. desember, klukkan 18:00. Fundurinn verður sendur beint út á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar