Orkumálinn 2024

SMS frá þeim sem áreitti forsætisráðherra

Austurfrétt hafa borist tvö SMS skeyti frá þeim einstaklingi sem er nú í haldi lögreglunnar vegna að því er virðist áreitis í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.


Að höfðu samráði við lögfræðinga og þar sem ekki leikur vafi upprunanum hefur Austurfrétt ákveðið að birta bæði SMS skeytin.

Hið fyrra hljóðar svo: „Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“

Hið síðara hljóðar svo: „Ég verð á lögreglustöðinni meðan forsætisráðherra hittir fólk á Egilsstöðum.“

Lögreglan segir að brugðist hafi verið við og öryggi ráðherrans tryggt en biður um að fólk sýni umburðarlyndi í meðferð þessa máls. Staðfest er að einstaklingur hafi verið handtekinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.