Skip to main content

Uppfært: Hringvegurinn opinn aftur eftir umferðarslys á Jökuldalsheiði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2025 20:52Uppfært 05. okt 2025 22:33

Búið er að opna Hringveginn um Háreksstaðaleið á ný eftir að honum var lokað tímabundið í kvöld vegna umferðarslyss.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slösuðust nokkrir einstaklingar í atvikinu. Ekki hefur verið gefið upp hversu alvarleg meiðslin eru né heldur hver tildrög slyssins voru. 

Lögregla er enn að störfum á vettvangi þótt vegurinn hafi verið opnaður. Frekari upplýsingar verða ekki veittar fyrr en í fyrramálið.

Slysið varð á Jökudalsheiði, nærri fornbýlinu Hlíðarenda um klukkan 19:30.