Helgin: Reyna að tengja saman innfædda og aðkomna Héraðsbúa

Fjölmenningarhátíð verður haldið í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum á mánudag, annan í hvítasunnu. Útgáfutónleikar, frisbígolfkennsla, nágrannaslagur í fótboltanum og listamannaspjall er meðal þess helsta um helgina.

Lesa meira

Að Austan í loftið aftur með nýrri áhöfn

Þáttaröðin „Að austan“ á N4 fer á nýjan leik í loftið á kvöld. Þau Steinunn Steinþórsdóttir, Eyrún Hrefna Helgadóttir og Dagur Skírnir Óðinsson sjá um dagskrárgerðina en þau eru öll búsett fyrir austan.

Lesa meira

„Ég ákvað að nota þetta tækifæri til að læra lögin mín“

„Ég ætlaði reyndar alltaf að henda henni en svona eftir hálfleik sá ég að það var ekki aftur snúið og setti fullan kraft í verkefnið,“ segir listamaðurinn Prins Póló um nýjustu plötu sína Þriðja kryddið sem kom út fyrir stuttu.

Lesa meira

„Staðráðin í því að verða ekki fórnarlamb gigtarinnar“

„Á þessum tíma var ekki búið að opna þessa umræðu og maður taldi sér trú um að þetta væri bara aumingjaskapur,“ segir segir Stöðfirðingurinn Solveig Friðriksdóttir um baráttu sína við vefjagigt. Solveig var í forsíðuviðtali síðasta Austurglugga.

Lesa meira

Seldu alltaf eina plötu fyrir hvert skítkast virkra í athugasemdum

Ljóðapönksveitin Austurvígstöðvarnar er að leggja lokahönd á plötu sína Útvarp Satan og mun afraksturinn koma fyrir almenningssjónir í sumar. Þórunn Gréta Sigurðardóttir, hljómborðsleikari sveitarinnar, er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Helgin: Jazzmessa á Eskifirði

Sameiginlegur kirkjukór Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, ásamt kór Norðfjarðarkirkju, hljóðfæraleikurunum og einsöngvara flytja Kórverkið „A Little Jazz Mass“ eftir Bob Chilcott í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á sunnudag. Á Seyðisfirði verður gengið gegn sjálfsvígum og nágrannaslagur verður í annarri deild karla í knattspyrnu.

Lesa meira

„Mikill tími hefur farið í að hreinskrifa óútgefnar nótur“

Söngkonan Erla Dóra Vogler og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir heiðra minningu Jórunnar Viðar í ár, en 100 ár verða liðin frá fæðingu hennar í desember. Fyrir utan að halda tónleika eru þær að safna fyrir útgáfu geisladisks á Karolinafund þar sem meðal annars má finna áður óútgefnum lög hennar.

Lesa meira

Flugu austur með pizzaveislu

Æstur aðdáandi Dominos pizza á Egilsstöðum fékk ósk sína uppfyllta þegar fyrirtækið sendi úrval af uppáhalds flatbökunum hans austur. Hann á sér þó þá ósk að keðjan opni stað eystra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar