Stolt af tengslunum við Gravelines

Gravelines í Frakklandi hefur til margra ára verið vinabær Fáskrúðsfjarðar og síðar Fjarðabyggðar. Lögð er rækt við að viðhalda þeim tengslum. Þar er haldin Íslandshátíð á hverju hausti sem fulltrúar frá Fjarðabyggð sækja.

Lesa meira

Ágúst Lúðvíksson: Héraðið mitt er mitt „Heimat“

Ágúst Lúðvíksson, doktor í eðlisfræði, hefur búið í Karlsruhe í Þýskalandi í um 40 ár en er uppalinn á Austfjörðum og Fljótsdalshéraði. Hann sækir enn reglulega austur og segir Héraðið eitt veita þá tilfinningu að hann sé kominn heim.

Lesa meira

Matarvagninn á Djúpavogi gerir út á veitingar úr héraði

Berglind Einarsdóttir og Gauti Jóhannesson, sem hafa haldið úti ferðaþjónustufyrirtækinu Adventura, hófu í fyrrasumar rekstur matarvagns í hjarta Djúpavogs. Viðtökurnar í fyrra voru góðar og þau eru aftur komin á stjá.

Lesa meira

Smalahundar kepptu á Spaðamóti – Myndir

Maríus Halldórsson og hundurinn Rosi, frá Hallgilsstöðum í Langanesbyggð, urðu hlutskarpastir í keppni smalahunda á Eyrarlandi í Fljótsdal síðasta síðasta haust. Mótið er kennt við Spaða, nafntogaðan hund Þorvarðar Ingimarssonar, bónda á Eyrarlandi, sem keppti þó ekki sjálfur að þessu sinni.

Lesa meira

Helgin á Austurlandi: Kántrístæll í messuhaldi á Eskifirði

Austfirðingar ættu flestir að finna eitthvað skemmtilegt í menningar- og íþróttalífinu í fjórðungnum þessa helgina. Kántrímessa heillar eflaust suma og vafalítið verður fjölmennt á vorsýningu Valkyrjunnar á Vopnafirði. Svo verður líf á Fjarðarheiðinni svo um munar því þar fara fram tveir stórir viðburðir.

Lesa meira

Óvenju margir Austfirðingar skráðir í Fjallagönguna um helgina

Eins og verið hefur síðustu árin mun síðasti leggur skíðagöngumótaraðar Skíðasambands Íslands, Íslandsgöngunni, fara fram á Fjarðarheiði á laugardaginn kemur undir heitinu Fjallagangan. Austfirskir keppendur jafnan ekki verið algengir í aðalgöngu mótsins en óvenju margir hafa skráð sig til leiks í 15 km skemmtigöngunni.

Lesa meira

Vinna úr við frá Hallormsstað

Þau Silwia Gold og Kacper Zebcayk eru parið á bakvið fyrirtækið Reynir Woodcraft sem framleiða muni úr Hallormsstaðarskógi.

Lesa meira

Bjórinn Naddi fékk fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni

Fjórir bjórar frá KHB Brugghúsi á Borgarfirði hlutu nýverið verðlaun í alþjóðlegri samkeppni, London Beer Competition, þar af fékk lagerbjórinn Naddi gullverðlaun. Aðstandendur brugghússins segja viðurkenningarnar veita þeim fullvissu um að þeir séu á réttri leið.

Lesa meira

Ljósmyndirnar skapa frábæran grunn að umræðum

Simon Chang er gestur Fiskisúpu/Ljósmyndasósu á Seyðisfirði í kvöld. Það er röð viðburða þar sem áhugafólk um ljósmyndum hittist og ræðir saman um tækni og málefni. Hún markar einnig upphaf Ljósmyndadaga á Seyðisfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.