Smalahundar kepptu á Spaðamóti – Myndir

Maríus Halldórsson og hundurinn Rosi, frá Hallgilsstöðum í Langanesbyggð, urðu hlutskarpastir í keppni smalahunda á Eyrarlandi í Fljótsdal síðasta síðasta haust. Mótið er kennt við Spaða, nafntogaðan hund Þorvarðar Ingimarssonar, bónda á Eyrarlandi, sem keppti þó ekki sjálfur að þessu sinni.

Smalinn þurfti að leiðbeina hundi sínum við að smala fimm kindum í gegnum þrjú hlið. Síðan þurfti að halda kindunum innan afmarkaðs svæðis á meðan tvær þeirra, sem voru merktar, voru skildar frá. Hópurinn var sameinaður aftur og rekinn inn í girðingu, hleypt út aftur og var þá önnur merktu kindanna skilin frá. Til þessa höfðu keppendur 15 mínútur og gekk misvel.

Keppt var í þremur flokkum eftir aldri og reynslu hundanna. Maríus og Rosi unnu aðalflokkinn og fengu ásamt öðru spaðaás að launum. Þeir voru þá nýkomnir heim af heimsmeistaramóti smalahunda sem haldið var á Írlandi.

Smalahundar Spadamot Okt23 0001 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0009 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0025 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0044 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0053 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0060 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0069 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0072 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0073 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0079 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0097 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0112 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0117 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0118 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0127 Web
Smalahundar Spadamot Okt23 0137 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.