Vinna úr við frá Hallormsstað

Þau Silwia Gold og Kacper Zebcayk eru parið á bakvið fyrirtækið Reynir Woodcraft sem framleiða muni úr Hallormsstaðarskógi.

Að sögn Silwiu gengur reksturinn vel en fyrirtækið er ekki gamalt og því enn að koma sér á framfæri. Bæði hafi þau þó mikinn áhuga á skógrækt og því sé fyrirtækið að mörgu leyti ástríða þeirra beggja.

„Fólk hefur sýnt þessu áhuga þannig að við erum að gera eitthvað rétt. Þetta er svona fyrsta hönnunarlínan sem við erum að selja núna,“ segir hún en smíðagripirnir eru seldir undir merkjum Reynir Wood,.

„Skurðarbrettin okkar hafa verið hvað vinsælust. Þar blöndum við saman fallegri hönnun og svona norrænu útliti. Þá erum við líka með glasaviðarmottur og slíkt og eflaust bætist eitthvað í línuna okkar þegar fram líða stundir.

Það eru líka margir sem eru ánægðir með að hlutirnir eru allir unnir úr við frá Hallormsstað og yfirleitt efni sem ekki nýtist í margt annað. Svo má ekki gleyma því að við plöntum græðlingum á skóglausum svæðum í Hallormsstað samhliða því að nýta fallinn við,“ segir Silwia.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar