Vetrarfærð að vori

Farfuglar í hreiðurgerð sungu hástöfum í nokkurra sentimetra nýföllnum snjó víða um Austurland í morgun. Ástand vega er samkvæmt því; Öxi og Mjóafjarðarheiði og Hellisheiði ófærar, verið að moka á Vatnsskarði og Vopnafjarðarheiði, krapi og snjór á Sandvíkurheiði og Fagradal og hálkublettir og krap í Oddsskarði og á Fjarðarheiði. Greiðfært er með ströndinni. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð á Mývatnsöræfum. Gert er ráð fyrir rigningu eða slyddu í dag, 2 til 7 gráðu hita og helst að birti upp á suðausturlandi. Á morgun gerir spá ráð fyrir að bjart verði með köflum og kaldara, með vindi úr norðvestri.

snjr_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.