Vetrarfærð að vori

Farfuglar í hreiðurgerð sungu hástöfum í nokkurra sentimetra nýföllnum snjó víða um Austurland í morgun. Ástand vega er samkvæmt því; Öxi og Mjóafjarðarheiði og Hellisheiði ófærar, verið að moka á Vatnsskarði og Vopnafjarðarheiði, krapi og snjór á Sandvíkurheiði og Fagradal og hálkublettir og krap í Oddsskarði og á Fjarðarheiði. Greiðfært er með ströndinni. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð á Mývatnsöræfum. Gert er ráð fyrir rigningu eða slyddu í dag, 2 til 7 gráðu hita og helst að birti upp á suðausturlandi. Á morgun gerir spá ráð fyrir að bjart verði með köflum og kaldara, með vindi úr norðvestri.

snjr_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar