Sveitarfélag - Fyrirtæki

Þau ár sem ég hef komið að sveitarstjórnarmálum, hef ég ávallt litið svo á að sveitarfélag sé fyrirtæki og gegnir þannig sömu lögmálum og þau, hvað varðar gæði vöru og þjónustu. Til þess að fyrirtæki nái árangri og standist samkeppni, þarf varan að vera vel framsett og uppfylla kröfur neytandans á allan hátt.

Fjárhagsstaða fyrirtækisins þarf að vekja traust viðskiptavinarins. Sama gildir með sveitarfélag og ekki síst þegar tæknin er þannig að fólk getur unnið flest störf í gegnum netið, hvaðan sem er úr heiminum.

Þeir sem veljast til forystu í sveitarfélagi þurfa að vera meðvitaðir um mikilvægi þess að þjónusta og innviðir sveitarfélagsins þurfa að standast alþjóðlega samkeppni, ætli það að vaxa og dafna.

Aðlaðandi samfélag

Mikilvægt er í hraða nútímans að stjórnsýsla sveitarfélaga sé skilvirk og afgreiðsla sé innan eðlilegra marka. Til staðar sér ávallt að ákveðið lágmarks framboð af lóðum undir íbúða- og atvinnuhúsnæði. Þjónusta við unga sem aldna þarf að vera þannig að fólk velji sveitarfélagið okkar sem kost til búsetu. Frambjóðendur D-listans eru meðvitaðir um þessa ábyrgð og eru tilbúnir til að leggja sitt að mörkum til að skapa samfélag byggt meðal annars á slíkum gildum.

Þjónusta

Sveitarfélag þarf að byggjast upp á fjölbreyttri og góðri þjónustu við íbúana. Þar skipta fræðslu- og uppeldismál miklu máli. Börnin eru okkur mikilvæg og það fylgir því mikil ábyrgð að þau fá að njóta sín í samfélaginu. Til staðar þarf að vera lausnir á vistunarmálum áður en leikskóli tekur barnið inn. Leikskólapláss þurfa að vera fyrir hendi í öllum byggðakjörnum og mikilvægt er að grunnskólar séu reknir að metnaði, þannig að nemendur fái fjölbreytta og góða menntun. Samfélagið þarf að vera vakandi fyrir því að íbúum ungum sem öldnum líði vel og þeir njóti þess að búa í sveitarfélaginu. Í Múlaþingi höfum við þau forréttindi að til staðar er góður framhaldsskóli.

Umhverfismál

Þáttur í því að skapa gott samfélag er að huga vel að umhverfinu. Vel skipulagðar gönguleiðir með uppbyggðum stígum vítt og breytt um byggðirnar, þar sem gangandi og hjólandi geta komist leiðar sinnar bætir gott samfélag. Sjá má fyrir sér göngu og hjólaleiðir tengja saman þéttbýli og dreifbýli. Bera þarf virðingu fyrir landinu okkar með bættri umgengni. Miklu skiptir að ná fram samfélagssátt um snyrtilegt og heilsueflandi samfélög undir merkjum Múlaþings.

Höfundur skipar fjórða sætið á D-lista Sjálfstæðisflokksins

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.