Skip to main content

Nýr ritstjóri fréttavefsins

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.07. janúar 2010

Gunnar Gunnarsson hefur tekið að sér ritstjórn fréttavefsins Austurglugginn.is en Austurnet hefur tekið fréttavefinn upp á sína arma. Fleiri fréttaritarar, dálkahöfundar og aðrir hjálparkokkar verða fengnir að vefnum á næstu vikum og mánuðum um leið og framtíðarstefna hans og umhverfi verða mótuð nánar.

ImageGunnar er 25 ára Fljótsdælingur, nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er blaðamaður á Pressunni og hefur verið blaðamaður á Austurglugganum, auk þess að sinna lausamennsku fyrir Morgunblaðið og DV.