Lesblindudagur 30. október

Föstudaginn 30. október mun Þekkingarnet Austurlands í samvinnu við Skólaskrifstofu Austurlands og fleiri fræðslustofnanir standa að málþingi um lesblindu. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ætti að höfða til allra þeirra sem málið snertir. Málþingið er haldið í Fróðleiksmolanum (Afls-húsinu) á Reyðarfirði og hefst kl. 12:30. Málþingið er öllum opið.

lesblinda.jpg

Dagskrá:

 

12:30 - 12:40    Setning - Stefanía Kristinsdóttir framkvæmdastjóri ÞNA

12:40 - 13:20    Orsakir leshömlunar og úrræði. - Auður B. Kristinsdóttir sérkennari

13:20 - 13:40    Reynslusaga. Hvernig er að lifa með lesblindu? - Stefán Már Guðmundsson      aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Reyðarfirði.

13:40 - 13:50    Kynning á þjónustu ÞNA við fullorðið fólk með lesblindu. -  Bergþóra Hlín Arnórsdóttir starfsmaður ÞNA

13:50 - 14:15    Hvernig geta lesblindir nýtt sér vef Námsgagnastofnunar og efni Blindrabókasafnsins? - Halldóra Baldursdóttir talmeinafræðingur á Skólaskrifstofu Austurlands.

14:15 - 14:35    Hver er stuðningur verkalýðsfélaga við lesblinda aðildarfélaga sína. - Ragna Hreinsdóttir starfsmaður AFLs Starfsgreinafélags

14:35 - 14:55  Kaffi

14:55 - 15:10    Hlutverk Skólaskrifstofunnar. Snemmtæk íhlutun. - Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Austurlands

15:10 - 15:25    Hugbúnaður í tölvur. - Easy tutor. - Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra

15:25 - 15:45    Hvert snýr einstaklingur sér sem telur sig lesblindan? Eru í boði námskeið: hraðlestrarnámskeið - lestu betur?  - Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra.

15:45 - 16:15    Davis leiðrétting. -  Ásta Ólafsdóttir Davis - þjálfari

16:15 - 16:35    Hvernig bregst skólinn við. Sérkennarar/námsráðgjafar - námstækni. - Kolbrún Björnsdóttir námsráðgjafi í ME

16:35 - 16:50    Kynning á Logos greiningartæki. - Björg Þorvaldsdóttir sérkennari í Nesskóla

16:50 - 17:20    Opið hús og spjall og frekari kynning á þjónustu sem lesblindum býðst.

17:20 - 17:30  Samantekt og málþingsslit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.