Lesblindudagur 30. október

Föstudaginn 30. október mun Þekkingarnet Austurlands í samvinnu við Skólaskrifstofu Austurlands og fleiri fræðslustofnanir standa að málþingi um lesblindu. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ætti að höfða til allra þeirra sem málið snertir. Málþingið er haldið í Fróðleiksmolanum (Afls-húsinu) á Reyðarfirði og hefst kl. 12:30. Málþingið er öllum opið.

lesblinda.jpg

Dagskrá:

 

12:30 - 12:40    Setning - Stefanía Kristinsdóttir framkvæmdastjóri ÞNA

12:40 - 13:20    Orsakir leshömlunar og úrræði. - Auður B. Kristinsdóttir sérkennari

13:20 - 13:40    Reynslusaga. Hvernig er að lifa með lesblindu? - Stefán Már Guðmundsson      aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Reyðarfirði.

13:40 - 13:50    Kynning á þjónustu ÞNA við fullorðið fólk með lesblindu. -  Bergþóra Hlín Arnórsdóttir starfsmaður ÞNA

13:50 - 14:15    Hvernig geta lesblindir nýtt sér vef Námsgagnastofnunar og efni Blindrabókasafnsins? - Halldóra Baldursdóttir talmeinafræðingur á Skólaskrifstofu Austurlands.

14:15 - 14:35    Hver er stuðningur verkalýðsfélaga við lesblinda aðildarfélaga sína. - Ragna Hreinsdóttir starfsmaður AFLs Starfsgreinafélags

14:35 - 14:55  Kaffi

14:55 - 15:10    Hlutverk Skólaskrifstofunnar. Snemmtæk íhlutun. - Jarþrúður Ólafsdóttir kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Austurlands

15:10 - 15:25    Hugbúnaður í tölvur. - Easy tutor. - Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra

15:25 - 15:45    Hvert snýr einstaklingur sér sem telur sig lesblindan? Eru í boði námskeið: hraðlestrarnámskeið - lestu betur?  - Snævar Ívarsson frá Félagi lesblindra.

15:45 - 16:15    Davis leiðrétting. -  Ásta Ólafsdóttir Davis - þjálfari

16:15 - 16:35    Hvernig bregst skólinn við. Sérkennarar/námsráðgjafar - námstækni. - Kolbrún Björnsdóttir námsráðgjafi í ME

16:35 - 16:50    Kynning á Logos greiningartæki. - Björg Þorvaldsdóttir sérkennari í Nesskóla

16:50 - 17:20    Opið hús og spjall og frekari kynning á þjónustu sem lesblindum býðst.

17:20 - 17:30  Samantekt og málþingsslit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar