Austfjarðatröllið hefst á morgun

Kraftakeppnin Austfjarðatröllið hefst á morgun og stendur til laugardags.

 

ImageTröllin hittast klukkan hálf tólf við Kaupvang á Vopnafirði þar sem tröllin sitja og draga bíl og fara í bóndagöngu. Þaðan verður farið til Borgarfjarðar og Álfasteinshellan borin við tjaldstæðið klukkan 18:00.

Fyrstu tvær greinar föstudags verða á Reyðarfirði. Við Búðarárbrú klukkan hálf tólf þurfa keppendur að kasta tuttugu kílóa álkubbi eins langt og þeir geta. Klukkustund síðar verður keppt við álverið í álkubbalyftur. Þar þarf að lyfta 75, 90, 100 og 110 kg. kubb upp fyrir haus og vinnur sá sem er fljótastur að því.

Seinni partinn, klukkan fimm, verður keppt á Seyðisfirði við Herðubreið. Þar lyfta keppendur Atlasteininum, sem er kringlóttur, eins oft og þeir geta og einnig verður keppt í réttstöðulyftu.

Við Sláturhúsið á Egilsstöðum verður keppt á laugardag klukkan hálf tólf í trukkadrætti og kútakasti. Keppninni lýkur á Breiðdalsvík upp úr klukkan fimm, en þar verður keppt í öxullyftu og endað á hinum sígildu steinatökum.

Keppendur í ár eru níu. Margir hafa komið áður en einnig eru ný andlit í hópnum. Allir keppendurnir í Austfjarðatröllinu tóku einnig þátt í Vestfjarðavíkingnum fyrr í sumar. Meðal þessara níu keppenda er Hafþór Júlíus, ríflega 150 kg að þyng og 2,05 metrar á hæð. Magnús Ver Magnússon, yfirtröll, lýstir Hafþór sem „nýstirni“ í íslenskum kraftlyftingaheimi. Lengri faðmur, stærri greipar sé í flestum tilfellum kostur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.