Austfjarðatröllið hefst á morgun

Kraftakeppnin Austfjarðatröllið hefst á morgun og stendur til laugardags.

 

ImageTröllin hittast klukkan hálf tólf við Kaupvang á Vopnafirði þar sem tröllin sitja og draga bíl og fara í bóndagöngu. Þaðan verður farið til Borgarfjarðar og Álfasteinshellan borin við tjaldstæðið klukkan 18:00.

Fyrstu tvær greinar föstudags verða á Reyðarfirði. Við Búðarárbrú klukkan hálf tólf þurfa keppendur að kasta tuttugu kílóa álkubbi eins langt og þeir geta. Klukkustund síðar verður keppt við álverið í álkubbalyftur. Þar þarf að lyfta 75, 90, 100 og 110 kg. kubb upp fyrir haus og vinnur sá sem er fljótastur að því.

Seinni partinn, klukkan fimm, verður keppt á Seyðisfirði við Herðubreið. Þar lyfta keppendur Atlasteininum, sem er kringlóttur, eins oft og þeir geta og einnig verður keppt í réttstöðulyftu.

Við Sláturhúsið á Egilsstöðum verður keppt á laugardag klukkan hálf tólf í trukkadrætti og kútakasti. Keppninni lýkur á Breiðdalsvík upp úr klukkan fimm, en þar verður keppt í öxullyftu og endað á hinum sígildu steinatökum.

Keppendur í ár eru níu. Margir hafa komið áður en einnig eru ný andlit í hópnum. Allir keppendurnir í Austfjarðatröllinu tóku einnig þátt í Vestfjarðavíkingnum fyrr í sumar. Meðal þessara níu keppenda er Hafþór Júlíus, ríflega 150 kg að þyng og 2,05 metrar á hæð. Magnús Ver Magnússon, yfirtröll, lýstir Hafþór sem „nýstirni“ í íslenskum kraftlyftingaheimi. Lengri faðmur, stærri greipar sé í flestum tilfellum kostur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar