„Vona að við klárum sumarið á jákvæðu nótunum“ – Myndir

Leiknir, sem hefur verið í neðri hluta annarrar deildar karla í allt sumar, vann í gær Völsung frá Húsavík, sem var í öðru sæti, 3-1. Þjálfari Leiknis segir liðið loks hafa nýtt færin sem það hafi skapað sér leik eftir leik í sumar.

Meiri hraði var í leik Leiknis allan leikinn og var sigurinn því síst stærri en verðskuldað var. Björgvin Stefán Pétursson kom þeim yfir strax á 11. mínútu og Marteinn Már Sverrisson skoraði annað mark sjö mínútum síðar. Bæði voru skallamörk. Völsungur minnkaði muninn á 21. mínútu úr vítaspyrnu.

Þriðja mark Leiknis kom ekki fyrr en á 70. mínútu, það skoraði Imanol Vergara eftir undirbúning Izaro Abella. Izaro byrjaði leikinn á varamannabekknum en varnarmönnum Völsungs gekk ómögulega að ráða við hann eftir að hann kom inn á vinstri kantinn þegar um hálftími var eftir.

Bæði fékk hann færi sjálfur og skapaði færi fyrir aðra. Þannig fiskaði hann vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok en markvörður Húsvíkinga varði víti Arek Grzelak. Af öðrum tíðindum úr leiknum má nefna að Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis, náði sér í gult spjald á 73. mínútu. Hann stóð við miðlínu og skallaði bolta, sem var á leið út, fagmannlega inn á völlinn aftur fyrir fætur kantmanns Leiknis.

Fyrir leikinn hafði Leiknir leiki fimm leiki í röð án sigurs, en liðið vann síðast í 11. umferð, þann 9. júlí, þegar liðið lagði Fjarðabyggð. Að sama skapi höfðu Völsungar spilað átta leiki án taps eða frá því í 8. umferð 26. júní. Liðið var í öðru sæti en féll niður í það þriðja í gær. Leiknir er áfram í tíunda sæti en er komið níu stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.

„Við höfum spilað svona í allt sumar, við erum með miklu betra lið en svo að við eigum að vera í 10. sæti. Mér finnst við hafa fengið 7-10 dauðafæri en varla skorað eitt mark en síðan fengið á okkur fjögur. Ég hef því beðið eftir að þetta gerðist,“ sagði Brynjar eftir leikinn.

Við höfum spilað vel í kannski 30-40 mínútu en þetta var heilsteyptasta frammistaðan okkar í sumar. Við nýttum færin óvenju vel í kvöld.

Okkur hefur oft boðist að blanda okkur í toppbaráttuna með að vinna nokkra leiki í röð, því deildin er jöfn og liðin hafa unnið hvert annað, en við förum ekki í hana úr þessu. Vonandi höldum við svona áfram og endum sumarið á jákvæðu nótunum.“

Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0003 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0006 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0008 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0010 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0011 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0016 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0019 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0023 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0024 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0032 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0033 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0038 Web
Fotbolti Leiknir Volsungur Agust21 0042 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.