Þórarinn Örn valinn íþróttamaður UÍA

Þórarinn Örn Jónsson, blakmaður úr Þrótti Neskaupstað, hefur verið valinn íþróttamaður UÍA fyrir árið 2020. Valið var tilkynnt á ársþingi sambandsins í síðasta mánuði.

Tímabilið 2019-20 var Þórarinn Örn fyrirliði karlaliðs Þróttar sem varð deildarmeistari, en úrslitakeppnin var ekki leikin vegna Covid-faraldursins. Þetta var fyrsti titill Þróttar í karlaflokki.

Þá var hann einnig í 2. flokks liði félagsins sem var Íslands- og bikarmeistari.

Þórarinn náði einnig þeim árangri á tímabilinu að vera valinn í A-landslið karla og fór með félaginu á tvö mót auk þess sem hann var fyrirliði U-19 ára landsliðsins á móti í október 2019.

Þórarinn með verðlaunin ásamt liðsfélögum sínum í Þrótti. Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.