Sveinn Fannar íþróttamaður Fjarðabyggðar

sveinn_fannar_joiben_web.jpgSveinn Fannar Sæmundsson, knattspyrnumaður úr Neskaupstað, var í gær útnefndur íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2010.

 

Sveinn Fannar er fæddur árið 1993 en á að baki verkefni með U-19 ára landsliði Íslands. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að Sveinn hafi verið fastamaður og fyrirliði annars flokks Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar (KFF) sem varð Íslandsmeistari í C deild í sumar og vann sér því sæti í B deild auk þess sem hann spilaði 14 leiki fyrir meistaraflokk liðsins í 1. deild.

Í rökstuðningnum segir að Sveinn Fannar hafi mikinn metnað fyrir íþróttinni og mæti á allar æfingar með það að leiðarljósi að bæta sig. Hann leggi miklar áherslu á heiðarleika, jafnt innan vallar sem utan og sé fyrirmynd ungra leikmanna.

Sveinn Fannar, til vinstri, tekur við viðurkenningarbikar úr hendi Jóhanns Ragnars Benediktssonar sem var útnefndur íþróttamaður Fjarðabyggðar í fyrra. Mynd: Fjarðabyggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.