Snjór um víða veröld: Dagskrár í Stafdal og Oddsskarði

stafdalur3_agnarsv.jpg
Vegleg dagskrá er í boði á austfirsku skíðasvæðunum í Stafdal og Oddsskarði á sunnudag í tilefni alþjóðaverkefnisins „Snjór um víða veröld.“ Aðstandendur segja daginn kjörinn til að bjóða upp á útivist, hreyfingu og samveru fyrir fólk á öllum aldri.
 
Á skíðasvæðinu í Stafdal verður opið frá kl. 10.00 – 16.00 og frítt verður fyrir alla grunnskólakrakka í lyfturnar. Á milli kl. 10.00 og 12.00 verður boðið uppá andlitsmálningu í skíðaskálanum. Kl. 11.00 – 12.00 og 13.00 – 14.00 verður brettakennsla í boði fyrir byrjendur við byrjendalyftuna. 

Tónlist verður í fjallinu og brautir fyrir gesti skíðasvæðisins. Sprettur sporlangi kemur í heimsókn og hver veit nema hann skelli sér á skíði eða bretti.

Skíðamiðstöð Austurlands og Skíðafélag Fjarðabyggðar bjóða öllum frítt í Oddsskarð. Skíðafélagið aðstoðar byrjendur á skíðum og bretti að taka sitt fyrsta rennsli í brekkunum. Í skálanum verða heitt kaffi og kakó fyrir gesti.

Það er Alþjóðaskíðasambandsið sem stendur fyrir verkefninu „Snjór um víða veröld“ sem ýtt var af stað árið 2007. Sérstakur dagur í tengslum við verkefnið var fyrst haldinn í fyrra. Átakinu er ætlað að hvetja til aukinnar skíðaiðkunar barna og unglinga.

Agnar Sverrisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Stafdal segir daginn „frábæra leið til þess að draga fólk út í snjóinn og njóta alls þess sem hann hefur uppá að bjóða. Þetta er heilsueflandi fjölskylduáhugamál sem stuðlar að útivist, hreyfingu og samveru fyrir fólk á öllum aldri.“

Upplýsingar um skíðasvæðið og skíðafæri er að finna á síðunni www.stafdalur.is og  í síma 8781160. „Snjór um víða veröld“ dagurinn í Stafdal er í boði Skíðasvæðisins í Stafdal og Austurfarar. Upplýsingar um færið í Oddsskarði eru á www.oddsskard.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.